Reglur Heklukots

1. Leikskólinn Heklukot er fyrir börn á aldrinum 1 - 6 ára sem eiga lögheimili í Rangárþingi Ytra.

2. Leikskólinn Heklukot er rekinn af byggðasamlaginu Odda og eru leikskólagjöld innheimt samkvæmt gjaldskrá þess, hér er hægt að nálgast gjaldskrá bs. Odda.

3. Vistunartími barna getur verið frá 4 klukkustundum upp í 8 klukkustundir, einnig er hægt að kaupa auka korter framan og/eða aftan við vistunartíma barna. Ef breyta þarf vistunartíma skal sækja um hana hjá leikskólastjóra og þarf sú umsókn að berast mánuði áður en hún skal taka gildi og aðeins er hægt að breyta frá 1. hvers mánaðar.

4. Foreldrum er skylt að virða þann vistunartíma sem þeir sækja um fyrir börn sín, enda er mönnun leikskólans sniðin að vistunartíma barnanna. Við komu í leikskólann skal foreldri afhenda starfsmönnum barnið og við brottför skal foreldri láta vita að barnið hafi verið sótt. Ef aðrir en foreldrar sækja barnið skal láta vita á deild barnsins hver muni sækja barnið. Foreldrar eru beðnir að tilkynna til leikskólans fjarveru barns t.d. vegna veikinda.

5. Dvalargjöld eru innheimt 1. virka dag hvers mánaðar, greitt er fyrirfram og er eindagi 16. hvers mánaðar. Eftir eindaga leggjast dráttarvextir á dvalargjöldin. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er 1 mánuður og miðast við 1. eða 15. hvers mánaðar. Skuldi foreldrar 3 mánuði í dvalargjöld er barninu/börnunum sagt upp leikskólaplássi.

6. Foreldrum ber að tilkynna leikskólanum um breytingar á högum sínum, s.s. breytingar á símanúmerum, heimilisfangi og hjúskaparstöðu. Einstæðir foreldrar, námsmenn og öryrkjar greiða lægra dvalargjald, en það þarf að skila inn vottorði frá tryggingastofnun .

7. Til að geta sótt barn á leikskólann þarf viðkomandi að vera orðin 10 ára.

8. Leikskólastarfsmenn gefa börnunum ekki lyf sem þeim hefur verið ávísað frá lækni, það er á ábyrgð foreldra að gefa börnum sínum lyf.

9. Foreldrum ber að merkja föt barnanna svo auðveldara sé að halda utan um hvað tilheyrir hvaða barni. Taka verður tillit til að börnin mála, lita, líma og margt fleira í leikskólastarfinu og því þarf fatnaðurinn að þola slíkt. Hrein aukaföt eiga að vera í körfunni sem er í hólfi barnsins og verða foreldrar að fylgjast með hvað vantar hverju sinni. Tæma skal hólfið á hverjum föstudegi. Einnig þurfa foreldrar að gæta að því að fötin séu í réttum stærðum svo þau hamli barninu ekki í daglegu starfi.

10. Leikföng á eingöngu að koma með í leikskólann ef það er leikfangadagur, annars skulu þau geymd heima eða í bílnum. Börn mega alltaf koma með bækur en þær verða að vera merktar. Leikskólinn tekur ekki ábyrgð á bókum eða leikföngum barnanna.

11. Leikskólinn tekur ekki þátt í að dreifa afmælisboðskortum til barnanna, foreldrar bera ábyrgð á því en leikskólinn getur aðstoðað með að finna heimilisföng eða símanúmer ef svo ber undir.