Leikskólastjóri Heklukots er Ingigerður Stefánsdóttir. Hún hefur mikla reynslu sem leikskólastjóri eða 32 ár samtals. Ingigerður lærði leikskólakennarann í Kennaraháskólanum í Stokkhólmi og hefur einnig lokið Diplómanámi í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands. Inga, eins og hún er alltaf kölluð, hóf störf á Heklukoti þann 1.júlí 2021. Áður hafði hún verið leikskólastjóri í Snæfellsbæ og einnig á Ísafirði.

Aðstoðaleikskólastjóri Heklukots er Rósa Hlín Óskarsdóttir og hefur hún gegnt því hlutverki í samtals 4 ár, samfleytt frá 1. júlí 2021. Rósa Hlín er með B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands og er því grunnskólakennari að mennt. Rósa Hlín hóf störf á Heklukoti sumarið 2006, varð þá deildarstjóri og var í því hlutverki til ársins 2019 þegar hún varð aðstoðarleikskólastjóri. Einnig hefur hún leyst leikskólastjóra af tímabundið.

Sérkennslustjóri Heklukots er Ína Karen Markúsdóttir. Hún hefur lokið B.Ed. námi í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands og er að taka við sérkennslustjórastöðunni í haust. Hún hefur starfað á Heklukoti síðan 2014 og verið bæði starfsmaður á deild og deildarstjóri. Einnig var Ína Karen starfsmaður sérkennslu síðastliðinn vetur.