Svefn og hvíld á Hekukoti

Hvíld er öllum mikilvæg og því er hvíld á öllum deildum leikskólans eftir að hádegismat lýkur.

Á Hrafnakoti og Lundakoti, þar sem yngstu börnin dvelja, sofa langflest barnanna frá 11:45 - 14:00 og jafnvel lengur ef þau þurfa. Mikilvægt er að börnin fái góða hvíld til að fylla á orkubankann og njóta betur seinni hluta dagsins. Lengd daglúrs er gjarnan unnin í samvinnu við foreldra.

Á deildum eldri barnanna sofa færri eftir því sem þau eldast en mikið er hlustað á sögur og þá liggja börnin með teppi, hlusta og hvílast. Ýmist lesa starfsmenn sögur eða hlustað er á sögur, leikrit eða ævintýri af netinu.


Svefnþörf mismunandi aldurshópa - umfjöllun og tafla yfir æskilegan svefntíma fengin frá embætti Landlæknis

Hér er áhugavert, stutt myndband frá embætti Landlæknis um mikilvægi svefns fyrir leikskólabörn

Áhugaverðar upplýsingar um áhrif svefns á andlega og líkamlega heilsu barna