Hrafnakot


Hér eru upplýsingar um deildina okkar!

Hrafnakot er deild fyrir yngstu börnin hér í Heklukoti og er staðsett við Útskála 3 eða í gula húsinu sem tilheyrir Heklukoti. Hrafnakot deildir leiksvæði með Lundakoti sem er deildin í hvíta húsinu við hliðina á Hrafnakoti.

Þar geta börn hafið leikskólagönguna um 12 mánaða aldur ef biðlisti er enginn og rýmið leyfir. Fjöldi barna er um 12-14 og getur vistunartími verið frá klukkan 7:45 til klukkan 16:15. Starfsmenn deildarinnar eru 5 – 6 eftir fjölda barna sem þar dvelja.

Nú hefur verið skipt um deildarstjóra og tímabundið ætlar Hulda Björk Valgarðsdóttir að taka að sér deildarstjórn á Hrafnakoti og verður einnig deildarstjóri á Lundakoti. Hulda Björk er reyndur leikskólakennari og hefur verið deildarstjóri til margra ára.

Starfsmenn Hrafnakots eru:

Anna Kacperska, leikskólakennari

Jammy (Siwaporn) Kongsanan, leiðbeinandi

Guðmunda Þórunn Þorvarðardóttir, leiðbeinandi

Otylia Cycz, leiðbeinandi, eldhús 60% eldhús og 40% á deild

Sigríður Linda Þórarinsdóttir, leikskólaliði

Jammy opnar deildina kl. 7:45 og Guðmunda lokar deildinni kl. 16:15