Lundakot

Hér eru upplýsingar um deildina okkar!

Á Lundakoti eru næst yngstu börnin á Heklukoti fædd 2021. Þennan veturinn verða börnin á deildinni 14-16 og starfsmennirnir 5 í mismunandi hlutföllum. Lundakot er í hvíta húsinu við hliðina á Hrafnakoti og þessar tvær deildir deila leiksvæði.

Deildarstjóri Lundakots heitir Hulda Björk Valgarðsdóttir og er hún menntaður leikskólakennari með mikla starfsreynslu. Hún hefur unnið á Heklukoti á annað ár.

Aðrir starfsmenn Lundakots eru:

Ingileif Guðjónsdóttir, leiðbeinandi

Pattana Srichakham, kennari, 40% eldhús og 60% á deild

Lucja Wieckowska, leiðbeinandi

Þórný Björg Tómasdóttir, leiðbeinandi

Starfsmenn deildarinnar skiptast á að opna klukkan 7:45 og loka deildinni klukkan 16:15.