Uglukot

Á Uglukoti eru elstu börnin á leikskólanum. Í vetur verða 23 börn fædd 2018 á deildinni sem er einnig sú stærsta á leikskólanum. Starfsmenn á Uglukoti eru 6 í mismunandi starfshlutföllum.

Á Uglukoti eru tveir deildarstjórar, þær Hrafnhildur Andrésdóttir, leikskólaliði, og Emilía Sturludóttir, leikskólakennari. Hrafnhildur hefur unnið á Heklukoti í meira en 20 ár og Emilía er mjög reynd í leikskólageiranum, hefur rekið eigin leikskóla og unnið lengi í leikskóla.

Aðrir starfsmenn Uglukots eru:

Agga (Agnieszka) Pawlak, leiðbeinandi

Diego Pinero Pinero, íþróttakennari

Kristófer Númason, leiðbeinandi

Linda Ósk Vilhjálmsdóttir, leikskólaliði

Agga og Hrafnhildur skiptast á að opna deildina kl. 7:45 og Kristófer lokar kl. 16:15