Við leikskólann er starfandi foreldrafélag. Allir foreldrar verða sjálfkrafa meðlimir í foreldrafélaginu þegar barn þeirra byrjar í leikskólanum. Kosið er í stjórn foreldrafélagsins á aðalfundi félagsins að hausti. Þá er mikilvægt að foreldrar mæti sem flestir og viðri skoðanir sínar.