news

Haustforeldrafundur 28.september 2022

13 Sep 2022

Kæru foreldrar og forráðamenn!

Miðvikudaginn 28. september verður haustforeldrafundur hér í salnum í Heklukoti (í bláa húsinu) frá klukkan 17 til klukkan 18.

Við viljum hvetja alla til að mæta á haustforeldrafundinn þar sem starfið verður kynnt og farið yfir ýmislegt sem skiptir miklu máli fyrir foreldra og forráðamenn að vita um starfið og leikskólann í heild sinni. Einnig er kosið í foreldraráð og starf þess kynnt.

Endilega takið daginn frá og sjáumst sem flest

Stýrurnar á Heklukoti