news

Sumarfrí og ýmislegt

05 Júl 2022

Kæru foreldrar!

Nú er síðasti dagur fyrir sumarfrí og því mikilvægt að þið takið allt heim sem tilheyrir ykkar barni, föt af öllum snögum og úr hólfum og körfu.

Nú verður allt á tjá og tundri á deildum þar sem við erum að undirbúa fyrir bón á gólfum leikskólans.

Við opnum svo aftur þann 11.ágúst KLUKKAN 10 og vonum að allir hafi það sem allra best í sumarfríinu og njóti samverunnar með sínu besta fólki

Endilega skoðið skóladagatal leikskólans sem er efst á fésbókarsíðunni.

Hittumst kát að sumarfríi loknu.

Bestu sumarkveðjur,

Rósa Hlín og Inga

stýrur á Heklukoti