• Undirstöðuatriði Jákvæðs aga - leiðarvísir
  • Börn þurfa í raun og veru...
    • Að tilheyra, að skipta máli og vera einhvers virði.
    • Skilning á eigin getu.
    • Aga sem kennir (góðvild og festa á sama tíma).
    • Félagsfærni og lífsleikni sem þroskar einstaklinginn og færni hans.

Grundvallarreglur Jákvæðs aga:

    • Allir þurfa að upplifa að þeir tilheyri og að þeir skipti máli (traust geðtengsl).
    • Það er alltaf trú/viðhorf á bak við hegðun einstaklinga, í raun getur trú/viðhorf sagt fyrir um hegðun.
    • Neikvæð hegðun er röng aðferð eða skilaboð barns í tilraun sinni til að upplifa að það tilheyri og skipti máli.
    • Til þess að hægt sé að skilja hegðun barns er nauðsynlegt að skilja heim þess og sjónarhorn, hafa þarf í huga aldur, þroska, kyn og skapgerð.
    • Besta leiðin til að ala upp barn og kenna því er að sýna góðvild og festu á sama tíma.
    • Gefa þarf tíma til að kenna hugtök yfir tilfinningar og hvetja til börn til að átta sig á tilfinningum sínum.
    • Fáum börn (þriggja ára og eldri) til að útbúa Griðastað sem þau geta valið að fara á til að ná stjórn á tilfinningum sínum, ekki sem refsingu.
    • Einbeitum okkur að lausnum í stað þess að finna hver á sök í málum (fáum börn til að taka þátt í lausnaleit hvenær sem tækifæri gefst)
    • Fylgjum eftir ákvörðunum með góðvild og festu, reisn og virðingu.
    • Hvetjum til tilrauna og hrósum fyrir framfarir.
    • Notum barnafundi/fjölskyldufundi til að efla þá tilfinningu að við tilheyrum og byggjum upp samvinnu með lausnaleit.


Fimm undirstöðuatriði Jákvæðs aga:

    • Jákvæður agi hjálpar börnum að upplifa tengingu (að tilheyra, að skipta máli og leggja sitt af mörkum).
    • Jákvæður agi er að sýna góðvild og festu á sama tíma (með virðingu og hvatningu).
    • Jákvæður agi er kennsla til framtíðar (refsingar geta „virkað“ til skamms tíma en hafa neikvæð langtíma áhrif).
    • Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni (virðing, umhyggja fyrir öðrum, lausnaleit, samvinna, að leggja sitt af mörkum).
    • Jákvæður agi veitir börnum tækifæri til að upplifa persónulegt vald og sjálfræði


Grunnhugtök Jákvæðs aga

  • Tenging á undan leiðbeiningu/leiðréttingu. Grunnur alls náms heima fyrir og í skóla er að hafa tengingu - að hafa örugg geðtengsl við hvert og eitt barn. Alfred Adler kallaði þetta „þörfina fyrir að tilheyra“ og kenndi að þetta væri aðal markmið hvers barns (og fullorðinna líka). Tenging myndast þegar kennarar og umönnunaraðilar mæta barni þar sem það er statt, sýna samkennd með tilfinningum þess og sjónarhorni, snerta og tala blíðlega og með virðingu við það, eiga í samskiptum og sýna traust, umhyggju og hafa trú á getu barns til að læra og þroskast. Öll grunnhugtök Jákvæðs aga og æfingar tengjast þessari grunntrú að tenging - að tilheyra - sé ætíð það fyrsta í mannlegum samskiptum. (Næstu hlutar handbókarinnar einblína á þetta mikilvæga hugtak).


  • Að leggja sitt af mörkum. Adler talaði um mikilvægi ,,Gemeinschaftsgefühl”, þess að hafa félagslegan áhuga á samfélaginu (að hafa tilfinningu fyrir samfélaginu og löngun til að leggja sitt af mörkum fyrir vellíðan annarra). Adler var það viss um mikilvægi ,,Gemeinschaftsgefühl” að hann trúði því að það væri mælistika fyrir andlega heilsu. Með öðrum orðum, að tilheyra og að leggja sitt af mörkum er jafn mikilvægt. Að tilheyra án framlags skapar þá tilfinningu að maðurinn eigi rétt á einhverju. Þegar börn upplifa að þau tilheyri en skortir félagslegan áhuga geta þau orðið mjög sjálfhverf.Áður fyrr trúðu margir því að börn mættu sjást en ekki ætti að heyrast í þeim, í mörgum nútíma samfélögum er það hins vegar mun algengara að finnast að börn ráði ferðinni. Hvorugt sjónarmiðið er hjálplegt. Það er erfitt fyrir marga foreldra að viðurkenna að þeir hafa gefið vald sitt eftir til barna en hegðun þeirra gefur skýr skilaboð. Það eru oft börnin sem stjórna, allt frá því að ákveða hvað er í matinn yfir í að ákveða hvert farið verður í næsta fjölskyldufrí. Börn eiga erfitt með að þola gremju og vonbrigði eða meta gildi þess að leggja sitt af mörkum þegar þau fá svo mikið vald, því þau búa ekki yfir nægjanlegum þroska til að ráða við þetta verkefni. Þegar þessi börn byrja í leikskóla hafa þau oft litla reynslu af því að að vera beðin um að leggja sitt af mörkum og búast ekki við slíkum kröfum. Kennarar ungra barna geta ekki breytt því sem fram fer heima fyrir, hins vegar geta þeir skapað ungum börnum tækifæri til þess að efla eðlislæga löngun til að leggja sitt af mörkum. Og já, þetta er þeim eðlilslægt. Til er rannsókn sem sýnir að börn fæðast með félagslegan áhuga á samfélaginu ,,Gemeinschaftsgefühl“ eða það sem Warneken og Tomasello kölluðu fórnfýsi - „Altruism.” Rannsókn þeirra sýndi að smábörn virðast hafa eðlislæga löngun til að hjálpa (að leggja sitt af mörkum). Rannsakendur fengu mæður til að fara með smábörn sín inn í herbergi þar sem rannsakandi hengdi upp klemmur á snúru þar til hann missti eina niður. Barnið leit á klemmuna á gólfinu, svo á rannsakandann, það gekk síðan að klemmunni, tók hana upp og rétti hana til rannsakandans. Ánægjulegasti hluti þessa ferlis var að sjá augljósa ánægjuna sem barnið lét í ljós eftir aðstoð sína. Næst reyndi rannsakandinn að setja bók inn í skáp með hurðina lokaða. Barnið horfið á rannsakandann reka bókina í hurðina, þegar hann hætti því að því er virtist ráðalaus, gekk barnið að skápnum, opnaði hurðina og steig svo til hliðar svo rannsakandinn gæti sett bókina í hilluna. Aftur lét barnið ánægju sína í ljós því það gat hjálpað. (Hægt er að sjá þessa sýnikennslu á slóðinni https://www.positivediscipline.com/videos). Börn hafa daglega ótal tækifæri til að leggja sitt af mörkum í raunverulegum aðstæðum í leikskólum. Það eflir sjálfstæði þeirra og þá tilfinningu að þau leggi sitt af mörkum auk þess sem samvinna, samkennd og þrautseigja styrkist þegar óskað er aðstoðar þeirra.


  • Að einbeita sér að kennslu sem hefur áhrif til lengri tíma (frekar en að einblína á vandamál augnabliksins). Líf með ungum börnum snýst því miður oft um valdabaráttu og áskoranir daglegs lífs. Að borða matinn sinn, að berja ekki aðra, að ögra, að bíta, að deila með öðrum - kallar á togstreitu á milli fullorðinna og barna. Í stað þess að einblína á þessar stundir er mun áhrifaríkara að hugsa vel um þau gildi, þá færni og eiginleika sem þú vilt að börnin læri meðan þau eru hjá þér, þ.e. hvers konar einstaklinga þú vilt sjá að þau þroskist til og gera þitt besta til að koma þessum eiginleikum inn í daglegt líf og nám. Tími til kennslu og þjálfunar. Langmikilvægasti tíminn í lífi mannsins til að læra og æfa sig er á fyrstu árum ævinnar. Orðið agi (discipline) á rætur að rekja til latneska orðsins disciple sem þýðir einfaldlega að kenna. Umbun og refsing, sú nálgun sem flestir fullorðnir voru aldir upp við, byggir á ytri valdhafa sem tekur eftir hegðun sem hefur afleiðingar (oft sem dulbúin refsing) fyrir þann sem braut af sér eða boð um hvata eða mútur sem verðlaun fyrir að gera það sem sá með valdið vill ná fram. Umbun og refsing leiðir til ytri sjálfstjórnar sem byggist á viðbrögðum þess sem valdið hefur. Agi sem kennir og hjálpar börnum að þroska innri sjálfsstjórn, það er getuna til að gera rétt hvort sem einhver er viðstaddur eða ekki til að umbuna eða refsa. Þessi eiginleiki er hluti persónueinkennis sem kallast heiðarleiki sem flestir kennarar og foreldrar vilja sjá hjá börnum í sinni umsjón. Árangursríkasta leiðin til að innræta ákveðna eiginleika og lífsleikni er að veita ungum börnum sem skortir þroska og færni vandaða kennslu og þjálfun frekar en refsinguGagnkvæm virðing og reisn. Virðing er flókið hugtak og ung börn hafa ekki hugmynd um hvað það þýðir fyrr en þau sjá það í verki. Adler, Dreikurs og Jákvæður agi kenna að allar manneskjur, sama hver aldur þeirra eða staða í lífinu er, eiga jafnan rétt á virðingu og reisn. Það þýðir ekki að ung börn hafi jafnan rétt á við fullorðna en það þýðir að þau eiga rétt á því að komið sé fram við þau með sömu reisn. Að skamma barn eða niðurlægja það skapar aldrei traust eða samvinnu. Kennsla sem byggir á virðingu byggir sterka tengingu sem leggur grunninn að lausnaleit, samvinnu og raunverulegum þroska. Öll verkfæri Jákvæðs aga viðhalda reisn og virðingu fyrir bæði fullorðna og börn.


  • Góðvild og festa á sama tíma. Svo auðvelt að segja en svo erfitt að fylgja. Fullorðnir eru oft annað hvort indælir eða góðir við ung börn (slík hegðun virkar oft sem eftirlátssemi) eða þeir eru harðorðir og refsa. Stundum fara þeir öfganna á milli. Rannsóknir sýna hins vegar greinilega að áhrifaríkasta nálgunin fyrir foreldra og kennara er jafnvægið á milli virðingar og tengingar (góðvild) og festu (sanngjörn mörk og eftirfylgni). Það veitir tækifæri til að tengjast börnum, kenna þeim viðeigandi færni og njóta tímans saman þegar jafnvægið á milli góðvildar og festu er fundið. Öll verkfæri Jákvæðs aga fela í sér bæði góðvild og festu.Að einblína á lausnir. Áhrifaríkur agi felur í sér mikið meira en afleiðingar (sem oft eru illa duldar refsingar). Með tímanum, þegar börn efla vit- og málþroska sinn, er hægt að fá þau til að taka þátt í lausnaleit í þeim vandamálum sem mæta okkur og þú gætir orðið undrandi á hve góð þau eru í lausnaleit. Börn hafa gríðarlega skapandi orku og mikið hugvit þegar þeim eru veitt tækifæri til að taka þátt í lausnaleit og þau uppgötva eigin hæfni og getu þegar þau fá raunverulega að leita lausna


  • Opnar spurningar. Það hljómar sem þversögn en það er áhrifaríkara að spyrja ung börn spurninga heldur en að skipa þeim fyrir og gefa fyrirmæli. Fullorðnum líkar ekki þegar þeim er skipað fyrir og það sama gildir um ung börn. Fyrirskipanir kalla á mótspyrnu eða uppgjöf en spurningar sem byrja á „hvað“ og „hvernig“ kalla á gagnrýna hugsun, lærdóm og miklu meiri samvinnu. Börn eru mun tilbúnari að fylgja eftir ákvörðunum með lausnum sem þau hafa tekið þátt í að finna. Það hefur miklar jákvæðar breytingar í för með sér að breyta þeim orðum sem maður velur að nota


  • Hvatning frekar en hrós. Fullorðnir telja margir að sú leið að hrósa börnum sé áhrifarík leið til að ná fram betri hegðun og meiri viðleitni hjá þeim, sérstaklega þar sem börnin virðast elska að fá hrós. Rannsóknir sýna hins vegar að hrós getur til lengri tíma virkað letjandi fyrir þann sem fær hrósið. Hrós er eins og sælgæti, gott í hófi en of mikið getur verið óheilbrigt, og hrós er vanalega veitt barni þegar það hefur staðist væntingar hins fullorðna. Hvatning er veitt fyrir viðleitni, hún byggir tengingar og hvetur börn til að læra, til að reyna og að taka áhættu - sem er mikilvægur eiginleiki þekktur sem þrautseigja. Hvatning lýsir umhyggju og getur skapað jákvæðan staðblæ á deildum.


  • Gerum ekki hluti fyrir ungt barn sem það getur gert sjálft. Ung börn eru að mörgu leyti sóðaleg, hávær, klaufsk og koma litlu í verk! Það skapar því vonbrigði að búast við einhverju öðru frá þeim og fullorðnir falla stundum í þá gryfju að gera hluti fyrir börn svo allt gangi hraðar og betur fyrir sig. Það er þó mikilvægt að börn fái nóg af tækifærum til að æfa nýja færni og læra af mistökum sínum. Kennarar og umönnunaraðilar taka stundum ákvarðanir sem byggja á öryggi eða tíma en þeir eru hvattir til að íhuga þessar ákvarðanir vel. Í umhverfi sem samþykkir að ekki sé allt fullkomið og þar sem má vera pínu óreiða, eru námstækifæri, þar sem frágangur og tiltekt í hóp getur hvatt börn til að reyna (og halda áfram að reyna) og að læra. (Þessi hugmynd er nátengd því að leggja sitt af mörkum).


  • Sköpum venjur. Venjur líkjast nánast töfrum í leikskólaumhverfi. Tengingar í heila ungra barna styrkjast við stöðugleika og endurtekningu og venjur skipta miklu máli í daglegu starfi (einnig á skiptitímum sem oft reynast bæði börnum og kennurum erfiðir). Þessar venjur auðvelda nám og flæði og hjálpa öllum að skilja hvað kemur næst. Venjur geta verið hjálplegar á þessum stundum: • Við móttöku. • Á matmálstímum. • Á hvíldartímum. • Á skiptitímum, þegar farið er á milli svæða s.s á milli deildar og forstofu. • Í hóptímum. • Við frágang og brottför. Þátttaka barna í að skapa venjur (og myndrænt skipulag) gerir daglegt flæði mun auðveldara fyrir alla


  • Virk og ígrundandi hlustun. Börn fæðast ekki með orðaforða yfir tilfinningar sínar. Börn fá gjarnan skapofsaköst þegar tilfinningar taka völdin og þau kunna ekki að tjá eða stjórna þeim. Það er mun auðveldara fyrir börn að nota orðin sín (frekar en hegðun) til að tjá tilfinningar sínar þegar orðaforði tilfinninga (og að viðurkenna þær) er hluti af umhverfi þeirra. ҉ Fyrir marga lítur Jákvæður agi út fyrir að vera einfaldur og byggja á innsæi því oft heyrist „ó já, þetta er nú bara almenn skynsemi!“ Það er þó með Jákvæðan aga eins og svo margt annað sem er mikilvægt og skiptir máli, færni og flæði tekur bæði tíma og þjálfun. Höfundar hvetja þig til að reyna við æfingar í þessari handbók, að gera tilraunir með þær og læra af afrakstrinum. Hafðu í huga að þegar breytingar verða geta þær verið áskorun og valdið gremju. Því er svo mikilvægt að muna eina gullna reglu úr Jákvæðum aga - Mistök eru sannarlega frábær tækifæri til að læra! Því að mörg mistök eiga eftir að koma fram, bæði hjá þér og börnum. Hjálpar það þér ekki að vita að þið munið læra og vaxa saman