Leikskólinn Heklukot er 5 deilda leikskóli sem er staðsettur á Hellu í Rangárþingi Ytra.

Leikskólinn stendur við Útskála 1-3 í eldri hluta þorpsins og er í 3 húsum. Mjög stutt er yfir í grunnskólann, bókasafnið sem og íþróttamiðstöðina sem eru staðsett innar í sömu götu. Íþróttahúsið er mikið nýtt í íþróttakennslu barnanna og eiga allar deildar ákveðinn tíma í íþróttahúsinu og fara þangað með íþróttakennara og starfsmönnum deildar sinnar. Einnig er sundlaugin nýtt til sundkennslu fyrir elsta árganginn í 5 - 6 mánuði á ári, að vori og hausti, veðrið stýrir aðeins för.

Maturinn okkar er eldaður í mötuneyti grunnskólans og keyrður til okkar í sérstökum hitakössum.

Börnin geta hafið leikskólagöngu við 12 mánaða aldur ef biðlisti er enginn, mönnun er næg og rými leikskólans leyfir.