Opnunartími leikskólans er frá 07.45-16:15

Boðið er upp á 4, 5, 6, 7 eða 8 stundir daglega og hægt er að kaupa auka korter fyrir framan og/eða aftan við umsaminn tíma ef þörf er á. Ef foreldrar óska eftir breytingu á dvalartíma barnanna, sækja þeir um hana hjá leikskólastjóra. Breytingar á vistunartíma miðast við mánaðarmót. Meginreglan er að breytingar á vistunartíma séu leyfilegar við upphaf skólaárs og um áramót. Foreldrum er skylt að virða þann tíma sem barninu er úthlutað.

Sumarleyfi leikskólans er fimm vikur eða 25 virkir dagar, um miðjan júlí - miðjan ágúst.

Skipulagsdagar starfsfólks leikskólans eru 5 á ári og einn haustþingsdagur. Þá undirbúa starfsmenn faglegt starf leikskólans. Leikskólinn er lokaður þessa daga og eru samþykktir á skóladagatali skólans af fræðslunefnd.