news

Bæjarhellan og Grænfáninn

03 Jan 2024

Kæru foreldrar

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir liðið ár!

Í febrúar verður Bæjarhellan haldinn í Grunnskólanum og munu börnin á Uglukoti taka þátt í henni. Þar sem Heklukot er grænfánaleikskóli ætlum við að vera með bás með notuðum, heilum og blettalausum fötum og heilum leikföngum sem geta öðlast framhaldslíf. Því biðlum við til ykkar, ef þið eruð að losa ykkur við föt og leikföng, að koma með þetta í leikskólann og hafa samband við Hrafnhildi sem mun taka á móti ykkur.

Við erum að stuðla að því að endurnýta eða endurvinna hluti og minnka þar með sóun og auka sjálfbærni. Okkur þykir mikilvægt að kenna börnunum að hægt sé að endurnýta hluti og ekki þurfi alltaf að kaupa nýtt.

Vonumst við til að fá góðar undirtektir og að við getum hjálpast að með þetta mikilvæga verkefni.

Kærar kveðjur,

Hrafnhildur og grænfánanefndin