Nemendaverndarráð

Á haustmánuðum á árinu 2021 bauðst Heklukoti að verða þátttakandi í að prufukeyra nýjung í leikskólageiranum sem kallaðist Nemendaverndarráð og tókum við því fegins hendi. Það fól í sér að fá að borðinu leikskólann, heilsugæsluna, félagsþjónustuna og skólaþjónustuna og ræða heildstætt um tilvísanir og beiðnir sem fara frá einhverjum af þessum aðilum og þá til einhverra af þessum aðilum eða annarra þjónustuaðila og sérfræðinga, t.d. sálfræðings eða talmeinafræðings. Þarna skapast rými til að deila upplýsingum milli kerfa og alltaf er rætt um þarfir nemenda og lausnir á þeirra málum með vitneskju og samþykki foreldra. Nú hefur Nemendaverndarráð verið starfrækt síðan þá og er ánægja meðal allra sem að því koma. Fundir eru haldnir að meðaltali einu sinni í mánuði og að sjálfsögðu ríkir algjör trúnaður innan Nemendaverndarráðsins. Fyrir hönd leikskólans sitja aðstoðarleikskólastjóri og sérkennslustjóri í Nemendaverndarráði. Það má geta þess að stofnun nemendaverndarráða í leikskólum kemur í kjölfarið á nýjum lögum sem nefnast Farsældarlögin, hægt að fræðast um þau hér.