news

Sumarstarfið

25 Apr 2023

Sælir kæru foreldrar!

Nú þegar sumarið er hafið samkvæmt dagatalinu, í það minnsta, fer dagskráin okkar að taka breytingum. Þá hættir hefðbundið hópastarf og meiri útivera tekur við með tilheyrandi vettvangsferðum og göngutúrum ýmiskonar. Vegna þessa viljum við hvetja foreldra til að láta vita með mætingu barns fyrir kl. 9 . Ef börnin af deildinni eru farin út af leikskólalóðinni eiga nánari upplýsingar að standa á tússtöflu deildarinnar og einnig símanúmer deildarsímans.
Einnig langar okkur að láta vita að nokkrar mannabreytingar hafa orðið í starfsmannahópnum undanfarið. Tveir starfsmenn fóru í vor í fæðingarorlof í eitt ár en Daníel á Hrafnakoti er væntanlegur úr fæðingarorlofi í byrjun maí. Ása Guðrún er komin aftur til okkar eftir nokkurt hlé og bjóðum við hana hjartanlega velkomna. Ásta Brynja er komin í leyfi og Bára Ósk hefur látið af störfum. Einnig munu sumarstarfsmenn koma inn í maí og júní og munum við kynna þá til leiks jafnóðum.
Bestu þakkir,
stýrurnar