news

Ýmislegt og alls konar

13 Sep 2023

Sælir kæru foreldrar!



Við viljum minna á haustþing fyrir starfsmenn sem verður haldið þann 29. september, þann dag verður leikskólinn lokaður, sjá skóladagatal. Auglýsingar eiga að vera inni á hverri deild á tússtöflunni, mikilvægt er fyrir foreldra að fylgjast vel með þeim.



Einn nýr starfmaður hefur bæst í hópinn og heitir Otylia, starfar hún á Hrafnakoti til að byrja með. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna í okkar annars frábæra starfsmannahóp. Hún Ása Guðrún okkar er farin í fæðingarorlof og óskum við henni góðs gengis á þeim vettvangi.



Við höfum tekið upp þá nýbreytni í morgunmatnum að bjóða upp á kaldann graut á miðvikudögum ásamt öllu hinu sem er boðið upp á, sjá matseðil á Karellen. Kaldi grauturinn samanstendur af chiafræjum, haframjöli og haframjólk. Í boði er að fá epli, döðlur og jafnvel ber út á grautinn. Þetta er tilraun hjá okkur og við viljum sjá hvernig viðtökurnar verða, það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt



Við fengum póst í dag frá Karellen vegna vandræða foreldra með innskráningu og fleira. Þar segja þeir að nauðsynlegt sé að gæta þess að vera með nýjustu útgáfu af appinu til að allt gangi sem best, númerið á nýjustu uppfærslu appsins er 3.1.6 Við vonum að nú séu þessi vandræði úr sögunni, annars hafið þið samband við okkur og við komum því áleiðis.



Okkar bestu kveðjur,
stýrurnar á Heklukoti