Fatnaður

Það er að mörgu að huga þegar byrjað er með barn á leikskóla. Fatnaður þarf að vera þægilegur fyrir barnið og verður að henta vel í leik og starf. Leikskólinn er vinnustaður þeirra og því nauðsynlegt að þau komi í heppilegum „vinnufatnaði“ í leikskólann sem þarf að þola eða má fá í sig málningu, límklessur, ýmiskonar liti og jafnvel verða götótt eftir skæri eða annað. Allt þetta getur gerst þó að þau klæðist svuntum. Klæðið barnið eftir veðri hverju sinni. Þar sem veður breytist oft á stuttum tíma er nauðsynlegt að hafa nóg af fatnaði með, bæði til inni- og útiveru. Skiptiföt eru geymd í plastkörfu upp á hillu í leikskólanum, merktri hverju barni fyrir sig, en það er mikilvægt að fylla á hana ef eitthvað er notað úr henni. Það þarf að koma með útifatnað á mánudögum og hengja á snaga og setja í hólfið og taka svo með heim aftur á föstudögum. Ekki er æskilegt að geyma töskur/poka í hólfum vegna slysahættu, hægt er að geyma slíkt uppi á efstu hillunni í fatahólfinu. Það er kjörið að þvo útiföt og vettlinga um helgar vegna þess að leikur og starf með fjölbreyttan efnivið er í gangi í útivistinni og stundum verðum við óhrein.

Allan fatnað og skó þarf að merkja vel. Merkipennar eða miðar frá merkimidar.is eru góðir til að merkja. Foreldrar eru beðnir um að líta reglulega á óskilamuni og athuga hvort eitthvað sé þar sem barnið á. Leikskólinn ber ekki ábyrgð á fatnaði barnsins. Foreldrar koma með bleyjur að heiman fyrir barnið sitt.

Börn þurfa að koma með sólarvörn að heiman og gott er að bera á börnin áður en þau koma í leikskólann þegar sólin er hvað mest að kíkja á okkur.

ATH. Treflar, snúrur í fötum og vettlingar í bandi geta valdið slysum og eru ekki æskilegir í fatnaði barna í leikskólanum.


Alltaf í körfunni:

Vetur:

Sumar:
 • Buxur x 2
 • Kuldagalli
 • Regngalli
 • Peysa x 2
 • Regngalli
 • Úlpa
 • Bolur x 2
 • Hlý peysa, úr flís eða ull
 • Hlý peysa
 • Sokkabuxur x 2
 • Lambúshetta
 • Húfa eða buff
 • Samfellur/nærföt x 2
 • eða húfa og kragi
 • Vettlingar
 • Sokkar x 2
 • Vettlingar x 2
 • Stígvél
 • Ullarsokkar
 • Strigaskór
 • Kuldaskór eða stígvél