news

Leikur að læra á Heklukoti

16 Nóv 2023

Kæru foreldrar!

Í gær voru í heimsókn hjá okkur konur sem voru að kíkja á Leikur að læra stundir í leikskólanum, þær heita Kristín og Berglind. EInnig voru þær með kynningu fyrir foreldra og gekk þetta allt mjög vel. Eins og áður hefur verið skýrt frá er þetta kennsluaðferð sem við hér á Heklukoti erum að innleiða og brátt bætast foreldraverkefni við. Þetta eru mjög skemmtilegar stundir sem reyna á fjölbreytta þætti hjá börnunum okkar. VIð þökkum þeim sem mættu og tóku þátt í foreldrakynningunni.

Bestu kveðjur,

Rósa Hlín og Inga

stjórnendur Heklukots